Mikill áhugi fyrir lóðum í Úlfarsárdal | Reykjavíkurborg

Mikill áhugi fyrir lóðum í Úlfarsárdal

miðvikudagur, 3. október 2018

Gengið var frá tilboðstryggingu í byggingarrétt á öllum lóðum í Úlfarsárdal nema fjórum þegar tilboð voru opnuð og lesin upp í heyranda hljóði miðvikudaginn 19. september í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Bjóðendur voru viðstaddir enda þurftu þeir að staðfesta boð sitt með greiðslu tilboðstryggingar svo það teldist gilt.

  • Úlfarsárdalur byggð.
    Í Úlfarsárdal hefur risið blómleg byggð og þar er verið að reisa skóla, sundlaug, menningarmiðstöð og íþróttamannvirki.

Heildarupphæð staðfestra tilboða í byggingarrétt nemur 323 milljónum króna, en að viðbættum gatnagerðargjöldum nemur lóðasalan í heild 633 milljónum króna.  Mest munar um sölu byggingarréttar fyrir 46 íbúða fjölbýlishús, en boðnar voru 240 milljónir í byggingarréttinn sem með gatnagerðargjöldum gerir 319 milljónir. Sala fjölbýlishúsalóðarinnar er því ríflega helmingur sölunnar.
Borgarráð úthlutar lóðum og eru niðurstöður útboðsins háðar samþykki þess. Útboðið var með sama sniði  og opið lóðaútboð í vor. 

Sjá töflu yfir útboðið

Niðurstöður útboðs

Vefsíða útboðsins

Upplýsingasíða um Úlfarsárdal í framkvæmdasjá