Matjurtagarðar fyrir íbúa

Mannlíf Umhverfi

""

Matjurtagarðarnir í Reykjavík verða opnaðir 1. maí og geta íbúar pantað þá til afnota eins og undanfarin ár. 

Átta hundruð  matjurtagarðar eru leigðir út á vegum borgarinnar og eru þeir víða um borgina.

 

Matjurtagarðar innan Reykjavíkurborgar eru á eftirtöldum stöðum og með því að smella á tengil er hægt að sjá hvaða garðar eru lausir. 

Garðar í Breiðholti við Jaðarsel verða ekki á vegum borgarinnar í sumar heldur hefur félagið Seljagarður tekið við rekstri á þeim görðum og getur fólk sótt um garð í gegn um Seljagardur.is.

Reykjavíkurborg útdeilir einnig görðum í Skammadal í Mosfellsbæ.

Garðyrkjufélag Íslands sér um rekstur matjurtagarða í Stekkjarbakka og Grafarvogi skv. samningi við Reykjavíkurborg.  Nánari upplýsingar um þá er að finna á heimasíðu Garðyrkjufélags Íslands, www.gardurinn.is , undir Grenndargarðar.

 Leiga fyrir garða er óbreytt frá fyrra ári.  5.000 kr. kostar leiga fyrir garðland í Skammadal og 4.800 kr. fyrir garð í fjölskyldugörðunum.

 

Skoða má nánari upplýsingar um matjurtagarða á vef borgarinnar reykjavik.is/matjurtagardar