Málþing um loftmengun á miðvikudaginn

Heilbrigðiseftirlit

Bílaumferð

Á málþingi fyrir borgarbúa um loftgæði í borginni munu sérfræðingar ræða áhrif loftmengunar og aðgerðir til að draga úr henni í borginni. Málþingið er haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal, miðvikudaginn 15. maí og hefst klukkan 9 og stendur til 10:30.

Dagskrá málþings

Athugið að húsið verður opnað hálftíma fyrr, eða klukkan 8.30 og boðið verður upp á morgunmat.
 
Fjallað verður um ýmsar aðgerðir sem mögulegar eru til að draga úr loftmengun og hverjar þeirra væri fýsilegt að nota í Reykjavík. Sagt verður frá vinnu stýrihóps við að marka stefnu í málaflokknum. Í viðleitni til að tryggja lýðræðisþátttöku borgarbúa um málefnið, er málefnið sett inn á samráðsgátt Reykjavíkurborgar.

Þröstur Þorsteinsson prófessor hjá HÍ: Umferðarmengun og heilsa.
Hrund Ólöf Andradóttir prófessor hjá HÍ: Áhrifasvæði loftmengunar vegna útblásturs bifreiða.
Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur hjá UST: Gatnaslit, uppþyrlun vegryks og mótvægisaðgerðir.
Svava S. Steinarsdóttir verkefnastjóri hjá HER: Loftgæðin í Reykjavík - aðgerðir og leiðir til lausna.

Í samráðsgátt er leitað er eftir góðum tillögum til að bæta loftgæði í Reykjavík. Fundurinn er ekki sendur út í streymi en verður tekinn upp og verður upptakan birt á vef Reykjavíkurborgar í kjölfarið.
 
 
Öll velkomin!