No translated content text
Lokanir og fótboltagleði í borginni
Það hefur ekki farið framhjá borgarbúum að Ísland leikur við Nígeríumenn á HM á morgun föstudag og hefst leikurinn klukka þrjú.
Mörg fyrirtæki og stofnanir ætla að þessum sökum að loka fyrr á morgun. Reykjavíkurborg er þar engin undantekning og því verður þjónusta með minnsta móti eftir klukkan 15.00 á morgun, föstudaginn 22. júní.
Athugið að ekki stendur til að loka starfsemi á borð við sundlaugar eða leikskóla vegna þessa, frekar en nauðsynlegri velferðarþjónustu.