Leki í Gerðubergi

Gerðuberg að utan

Leki varð í Gerðubergi í nótt út frá loftræstikerfi hússins og töluvert vatn flæddi um gólf.

Vatnspollar mynduðust í þremur rýmum á efri hæð og í hluta af jarðhæð hússins. Borgarbókasafnið Gerðubergi varð ekki fyrir tjóni og er opið samkvæmt hefðbundnum opnunartíma. 

Starfsemi félagsstarfsins hélst einnig óskert í dag, en búast má við að þetta hafi einhver áhrif á starfsemi Gerðubergs á næstunni. Kaffihúsið Cocina Rodríguez var lokað í dag en verður opnað aftur á morgun, laugardag.

Vel hefur gengið að þurrka rýmin, fjarlægja gólfefni og bjarga verðmætum.