Lausar einbýlishúsalóðir á Kjalarnesi

Framkvæmdir Skipulagsmál

Kjalarnes - Grundarhverfi

Byggingarréttur á fjórum einbýlishúsalóðum á Kjalarnesi var auglýstur á vef Reykjavíkurborgar í morgun og hafa áhugasamir frest til 21. nóvember að bregðast við. 

Lóðirnar eru við  Helgugrund og Búagrund í Grundarhverfi.  Stærð lóða er á bilinu 7-800 fermetrar og er nýtingarhlutfallið 0,35, en út frá því er heimilt byggingarmagn á lóð reiknað.  Svo dæmi sé tekið um stærð húss sem byggja má, þá er lóðin Helgugrund 9 um 718 m2  og á þeirri lóð er því heimilt að byggja allt að 251 m2 einbýlishús.

Tilboðsfrestur er til hádegis fimmtudaginn 21. nóvember 2024. Tilboðum skal skila á útboðsvef og eru áhugasamir bjóðendur eru hvattir til að virkja tímanlega aðgengi sitt að vef. Bæði lögaðilar og einkaaðilar geta boðið í byggingarréttinn. 

Tengt efni: