Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu gatna og húsagatna næsta vetur 2024-2025. Verkið felst í hálkueyðingu og snjóhreinsun gatna í Reykjavík.
Útboðin bjóða upp á að fyrirtæki og einyrkjar sem eiga vinnuvélar sem henta í vetrarþjónustu geta tekið þátt í útboðunum.
Áhugasöm eru hvött til að mæta á kynningarfund á Fiskislóð 37c þann 11. júlí næstkomandi klukkan 10.
Að þessu sinni verður um tvö útboð að ræða. Annars vegar fyrir stofnbrautir og hins vegar fyrir húsagötur, sem minni aðilar og einyrkjar sem hafa tæki til umráða geta tekið þátt í. Útboðin eru á útboðsvefnum nr. 16034 og nr. 16040.