Kynning á hugmyndum um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði | Reykjavíkurborg

Kynning á hugmyndum um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði

fimmtudagur, 1. nóvember 2018

Starfshópur um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var stofnaður í október 2017.  Tilurð hópsins liggur í húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar sem var samþykkt í borgarstjórn í júní sama ár. Húsnæðisáætlun tilgreinir sérstakar tillögur um ódýrari íbúðir, ungt fólk og fyrstu kaupendur. 

  •  Þróunarlóðir á sjö stöðum í verkefnið þar sem byggja má um 500 íbúðir
    Þróunarlóðir á sjö stöðum fyrir verkefnið þar sem byggja má um 500 íbúðir

Í janúar á þessu ári var auglýst eftir hugmyndum hjá fagaðilum og áhugafólki um húsnæðismál til þess að fá sem bestan þverskurð af því hvaða hugmyndir og möguleikar væru til staðar.  Hugmyndaleitin gekk vel og komu fram 68 hugmyndir. Í mars sl. var svo haldin ráðstefna þar sem helstu niðurstöður hugmyndaleitar voru kynntar.

Í kjölfar fundarins samþykkti borgarráð í apríl að leggja fram þróunarreiti á sjö stöðum í verkefnið þar sem byggja mætti um 500 íbúðir. Reitirnir voru í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi, í Gufunesi, í Bryggjuhverfi við Elliðaárvog, við Sjómannaskólann, á Veðurstofureit og í Skerjafirði. Deiliskipulag þessara svæða er mislangt á veg komið.

Í maí var svo auglýst eftir samstarfsaðilum á þessum reitum. Sextán teymi skiluðu inn hugmyndum. Starfshópur Reykjavíkurborgar fór yfir innsendar tillögur.

Á grundvelli stigagjafar sem tillögunum var gefið út frá matsblaði hefur starfshópurinn gert þá tillögu að Reykjavíkurborg hefji viðræður við eftirfarandi teymi um lóðavilyrði á þessum þróunarlóðum til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði:

Sæti

Teymi

Stig

Reitur

1

Frambúð

85

Skerjafjörður

2

Heimavellir

83

Veðurstofa

3

Þorpið

83

Gufunes (B1.3)

4

ABAKUS

77

Bryggjuhverfi (G)

5

Variat

75

Bryggjuhverfi (D)

6

Vaxtarhús

73

Sjómannaskóli

7

Urðarsel

72

Úlfarsárdalur

8

Hoffell

71

Gufunes (B1.4)

9

Modulus

64

Kjalarnes

 

Reykjavíkurborg stendur fyrir opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur, föstudaginn 2. nóvember kl. 8:30 þar sem kynntar verða þessar níu frumhugmyndir teymanna að hagkvæmum íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur en allt að 500 slíkar íbúðir verða byggðar á næstu árum. 

Streymt verður frá fundinum.

Öll velkomin.