Kosningavefur var opnaður í nótt

Umhverfi Stjórnsýsla

""

Kosningar hófust í nótt á www.hverfidmitt.is og geta allir 15 ára og eldri með lögheimili í Reykjavík kosið.  Miðað er við fæðingarár, þ.e. allir sem verða 15 ára á árinu 2019 geta kosið.

Það er einfalt að kjósa og það er í lagi að kjósa oft, en það er síðasta skipti hvers og eins sem telur til atkvæða. Með þessu móti eru íbúar hvattir til að fara á kosningavefinn og prófa hvort allt virki, þar sem ekkert mál er að skipta um skoðun síðar eða allt til miðnættis 14. nóvember. Kosning er staðfest með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum.  

Kosningarnar nú eru þær áttundu í röðinni. Ífyrra var slegið þátttökumet, en þá kusu 12,3% þeirra sem kosningarétt höfðu.

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hvernig kosið er.

Kosningavefur á íslensku, pólsku og ensku  

Eins og áður segir geta allir sem lögheimili eiga í Reykjavík kosið og er það óháð ríkisborgararétti. Til að mæta þeim íbúum sem ekki hafa íslensku sem fyrsta mál er vefurinn einnig á pólsku og ensku.

Nánari upplýsingar