Þátttaka í kosningum íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt hefur aldrei verið betri, en kosningaþátttaka var 12,3%. Kosningaþátttaka árið 2017 var 10,9% og þar áður 9,4%.
Niðurstöður rafrænna kosninga október 2018 hér
Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 15 ára og eldri og voru tæplega106 þús íbúar á kjörskrá. Kjörskrá stækkaði um rúmlega 2000 einstaklinga milli áranna 2017 og 2018 vegna lækkunar kosningaaldurs. Af þessum 106 þús. íbúum á kjörskrá nýttu 13.003 íbúar sér rétt sinn til þess að kjósa. Kosningarnar stóðu yfir á vefnum Hverfið mitt dagana 17. – 30. október. Um er að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og sjálfseignarstofnunarinnar Íbúar ses. (Setning var uppfærð 31. nóvember 2018 til samræmis við réttar tölur í skýrslu. Í upphaflegri frétt sagði að rúmlega 104 þús. hefðu verið á kjörskrá).
Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og voru 450 milljónir til ráðstöfunar. Íbúar kusu í ár 88 verkefni til framkvæmda á næsta ári.
Skýrsla með nánari útlistun á niðurstöðum, upplýsingum um fjölda atkvæða að baki hverju verkefni og áætlaða upphæð framkvæmdar mun vera birt á allra næstu dögum.
Árbær – valin verkefni:
· Bæta umhverfi grenndarstöðva
· Endurbæta ævintýrasvæði í Elliðaárdal
· Endurbæta göngustíg og umhverfi við Bæjarbraut
· Gera Stínuskóg fjölskylduvænni
· Starfrækja skólagarða í hverfinu
· Fjölnota hreysti- og klifursvæði
· Göngu- og hjólaleið milli Selásskóla og Árbæjarlaugar
· Gróðursetning fyrir neðan Vorsabæ og Hlaðbæ
Takk fyrir þátttökuna!
Breiðholt – valin verkefni:
· Bæta umhverfi grenndarstöðva
· Fjölnota hreysti- og klifursvæði
· Framhald á göngustíg við Skógarsel
· Malbika hluta göngustígs frá Engjaseli að Seljaskógum
· Mislæg körfuboltakarfa við Breiðholtsskóla
· Mála yfir veggjakrot og breyta því í abstrakt myndir
· Hjóla/kerrustíg frá Álfabakka að Brúnastekk
· Bæta göngustígana á útivistarsvæðinu á Selhrygg
· Endurgera sparkvöll við Engjasel
· Fótboltapönnur á völdum stöðum í Breiðholti
· Leikkastalann til baka á skólalóð Ölduselsskóla
· Gróðursetja ávaxtatré og berjarunna
· Setja upp hjólabraut á völdum stað í Breiðholti
· Betrumbætur á göngu- og hjólaleiðinni yfir Grænastekk
· Vatnspóstur í Elliðaárdal
· Körfuboltavöllur við Dverga- og Blöndubakka
Takk fyrir þátttökuna!
Grafarholt og Úlfarsárdalur – valin verkefni:
· Minigolfvöllur
· Fjölnota hreysti- og klifursvæði
· Fleiri ruslatunnur við göngustíga
· Meira skjól og gróður
· Lýsing á göngustíg við Ingunnarskóla
· Gróðursetning í Úlfarsárdal
Takk fyrir þátttökuna!
Grafarvogur – valin verkefni:
· Fleiri ruslafötur í Grafarvog
· Rafræn vöktun
· Þurrgufubað í Grafarvogslaug
· Gönguþverun yfir Hallsveg milli Rima- og Foldahverfis
· Líkamsræktartæki við Grafarvog
· Hundagerði í Grafarvogi
Takk fyrir þátttökuna!
Háaleiti og Bústaðir – valin verkefni:
· Fjölga ruslatunnum í hverfinu
· Fjölnota hreysti- og klifursvæði
· Skapandi leiksvæði í Grundargerðisgarð
· Lagfæra göngustíg við Ljósaland
· Heilsuefling meðfram hitaveitustokknum
· Útiæfingaráhöld og vatnspóst við Víkingsheimilið
· Hjólabraut í hverfinu
· Endurnýja teiga á frisbígolfvellinum í Fossvogi
Takk fyrir þátttökuna!
Hlíðar – valin verkefni:
· Hjólarennur í undirgöng undir Miklubraut
· Gangstétt/hjólastígur meðfram Klambratúni
· Bæta umgjörð grenndargáma við Klambratún
· Laga göngustíg frá Bólstaðarhlíð að Kjarvalsstöðum
· Fjölnota hreysti- og klifursvæði
· Sparkvöllur á Klambratúni
· Umferðarspegill við Miklubraut
· Nýtt torg við Einholt/Skipholt
Takk fyrir þátttökuna!
Kjalarnes – valin verkefni:
· Aparóla á leiksvæðið
· Þurrgufubað við Klébergslaug
· Setja upp hundagerði
· Kaldur pottur í Klébergslaug
Takk fyrir þátttökuna!
Laugardalur – valin verkefni:
· Betri ruslaílát og sorphirða
· Matarmarkaður í Laugardal
· Ruslatunnur sem bjóða upp á flokkun á rusli
· Laga grasið við gönguljósin yfir Sundlaugaveg
· Fjölnota hreysti- og klifursvæði
· Fleiri grenndarstöðvar í hverfinu
· Bæta útiaðstöðu við Álfheimakjarnann
· Endurnýja vatnspóstana í Laugardal
· Bekkur við Sólheimabrekku
Takk fyrir þátttökuna!
Miðborg – valin verkefni:
· Skautasvell á tjörnina
· "Frumskógur" fyrir börn á leiksvæði í miðbænum
· Grænn reitur á Grettisgötu - Vin í miðbænum
· Grænn mosaveggur sem dregur í sig mengun
· Skipta út ruslatunnum
· Endurnýja Einarsgarð
· Endurnýja göngustíga í Hljómskálagarði
· Körfuboltakörfur í miðbæinn
· Vegglistaverk á Spennistöðina
Takk fyrir þátttökuna!
Vesturbær – valin verkefni:
· Gönguþverun við verslunarhverfi á Granda
· Fjölnota hreysti- og klifursvæði
· Strætóskýli við Melaskóla
· Tennisvöllur við íþróttahús Hagaskóla
· Gönguþverun yfir Hofsvallagötu við Reynimel
· Hundagerði við Vesturbæjarlaug
· Grenndargáma í Vesturbæinn vestan Tjarnar
· Gönguþverun við Ægisborg
· Bæta gatnamót Framnesvegs og Vesturgötu
· Leiktæki á Hringbrautarróló
· Endurtyrfa sparkvöllinn við Skeljagranda
· Leggja göngustíg að strætóskýli við Suðurgötu
· Setja upp hjólabraut við Grandaskóla
· Púttvöll á grasið við spennistöðina
Takk fyrir þátttökuna!
Frétt uppfærð 30. nóvember 2018: Kosningaþátttaka var 12,3%, en ekki 12,5%, eins og sagði í fyrstu frétt.
Við yfirferð og samanburð á gögnum kom í ljós að kjörskrá innihélt ekki réttar upplýsingar um fjölda. Beðist er velvirðingar á þessum mannlegu mistökum.