Komdu í Menningarnæturpottinn

Setning Menningarnætur við Hörpu. Ljósmynd Ragnar Th. Sigurðsson

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans vegna Menningarnætur.

Hægt er að sækja um styrki úr Menningarnæturpottinum á bilinu 100.000-500.000 krónur til þeirra sem vilja skipuleggja fjölbreytta og skemmtilega viðburði. Viðburðirnir geta verið af öllum stærðum og gerðum og geta allir sem vilja sótt um styrk fyrir viðburði sem lífga upp á hátíðina.

Menningarnæturpotturinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Landsbankans sem hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi. Allur fjárstuðningur bankans rennur til listamanna sem koma fram á Menningarnótt. Umsóknarfrestur er til 5. júní næstkomandi.

Fögnum saman! 

Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar og verður haldin þann 24. ágúst 2024. Að venju verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá vítt og breitt um miðborgina með það að markmiði að beina kastljósinu að þeirri kraftmiklu menningarstarfsemi sem borgin hefur upp á að bjóða með fjölbreyttu framboði viðburða.

Skipulagning Menningarnætur er þegar hafin.

Hlökkum til að sjá ykkur á Menningarnótt 2024!