Íþróttavika Evrópu 2024 - Vertu með
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin á hverju ári frá 23.–30. september í yfir 30 Evrópulöndum.
Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig gegn auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði um land allt.
Í Reykjavík verður boðið upp á viðburði í öllum hverfum, má þar nefna Sjóbaðs og Zumba partý sem verður haldið á Ylströndinni í Nauthólsvík laugardaginn 28. september klukkan 13:00. Mælt er með gestir komi með sundföt, vaðskó eða ullarsokka og gamla strigaskó ef þú ætlar að skreppa með okkur í sjóinn.
Boðið verður upp á flot, vatnsleikfimi og fleira í sundlaugum Reykjavíkur. Í öllum hverfum borgarinnar verður meðal annars boðið upp á leiðsögn í Frisbígolfi, gönguferðir, styrktarþjálfun, dansleikfimi og hressandi útiveru. Ennfremur verður boðið upp á ýmis konar fræðslufyrirlestra, sem dæmi má nefna fyrirlestur um betri svefn, bætt líðan á eftir árum og óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi.
Dagskrá Íþróttaviku Evrópu má nálgast á beactive.is og á Facebooksíðu verkefnisins.