Innritun í grunnskóla hafin

Skóli og frístund

Skólabyrjun Fellaskóli

Nú er opið fyrir innritun í 1. bekk grunnskóla og fyrir 6-9 ára börn í frístundaheimili fyrir starfsárið 2024-2025.

Skráningin fer fram á Mínum síðum Reykjavíkurborgar og við skráninguna þarf að nota rafræn skilríki. 

Öll börn sem byrja í grunnskóla og á frístundaheimili næsta haust, eiga að hafa fengið senda heim til sín bók um skólabyrjun.

Vegna skráningar í frístundaheimili vill starfsfólk skóla- og frístundasviðs benda á að komi til biðlista vegna skorts á starfsfólki, eru börn ekki tekin inn eftir því hvenær umsóknir berast, heldur eftir árgöngum þar sem 1. bekkur kemst fyrst að, því næst 2. bekkur og svo framvegis.

Ef þú hefur spurningar um skráninguna geturðu haft samband við þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111 eða netspjallið á reykjavik.is. Einnig er hægt að senda póst á netfangið: grunn_inn@reykjavik.is.