Rafræn innritun barna sem eru fædd árið 2017 og eiga að hefja skólagöngu í Reykjavík haustið 2023 hefst í dag 1. mars.
Rafræn innritun í grunnskóla fer fram inni á Mínum síðum Reykjavíkurborgar með rafrænum skilríkjum og skráning í frístundaheimili fer fram á Völu.
Börn sem verða sex ára á árinu eru skólaskyld og fá úthlutað plássi í sínum hverfisskóla sem forsjáraðili þarf að staðfesta rafrænt. Athugið að sækja þarf sérstaklega um dvöl á frístundaheimilum fyrir 6–9 ára börn.
Foreldrar sem vilja afþakka skólavist í Reykjavík af einhverjum ástæðum, eins og vegna dvalar erlendis eða vegna þess að barnið mun fara í sjálfstætt starfandi skóla, eru hvattir til að afþakka skólavist á Mínum síðum.