Innköllun á sykurlausum Opal með saltlakkrísbragði

Svartur Opal

Nói Síríus, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum sykurlausan Opal með saltlakkrísbragði.

Vegna mistaka hefur Opal með mentóllakkrísbragði sem inniheldur sykur verið pakkað í umbúðir með sykurlausum Opal með saltlakkrísbragði.

Neysla á vörunni getur skapað hættu fyrir þá neytendur sem þurfa að takmarka sykurinntöku sína.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Opal

Vöruheiti: Sykurlaus Opal með saltlakkrísbragði

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 12.01.2024

Lotunúmer: L1932

Nettómagn: 100 g

Strikamerki: 5690576303244

Framleiðandi: Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík.

Dreifing:

Verslanir um land allt.

Leiðbeiningar til neytenda:

Neytendur sem keypt hafa sykurlausan Opal með saltlakkrísbragði með framangreindu lotunúmeri og  best fyrir dagsetningu er bent á að neyta vörunnar ekki og farga en einnig má skila henni til Nóa Síríus.

Nánari upplýsingar um innköllun:

Nánari upplýsingar veitir Nói Síríus í síma 575 1800 eða noi[hja]noi.is.