Innköllun á Pepsi Max í 330 ml dósum

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

""

Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. (Ölgerðin) hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Pepsi Max í 330 ml dósum þar sem aðskotahlutur (glerbrot) fannst í dós.

 

 

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti:  Pepsi Max.

Best fyrir:  4.11.2015 og 5.11.2015.

Nettómagn:  330 ml.

Umbúðir:  Áldósir.

Framleiðandi:  Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík.

Dreifing:  Verslanir um land allt.

Athugið að sú framleiðslulota sem verið er að innkalla er ýmist merkt best fyrir 4.11.2015 eða 5.11.2015 þar sem framleiðsla náði yfir miðnætti og innkallar Ölgerðin því alla lotuna sem sagt báðar „best fyrir“ dagsetningar.



Þeir neytendur sem keypt hafa Pepsi Max með ofangreindum „best fyrir“ dagsetningum eru vinsamlega beðnir um að neyta vörunnar ekki og farga henni. Nánari upplýsingar veitir Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. í síma 412 8000.