Innköllun á Julius Pekingönd

Heilbrigðiseftirlit

Önd

Aðföng, hefur samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, stöðvað sölu hjá sér og innkallað frá kaupendum Julius Pekingönd.

Ástæða innköllunar
Salmonella greindist í sýni teknu úr framleiðslulotu 3482255. 
 
Hver er hættan? 
Matvæli sem innihalda Salmonella teljast ekki örugg til neyslu þar sem bakterían getur valdið alvarlegum sýkingum, sérstaklega hjá viðkvæmum neytendum.  Salmonella finnst víða í náttúrunni en náttúruleg heimkynni hennar er jarðvegur, vatn, fóður, matvæli og meltingarvegur dýra eins og til dæmis búfénaður, villt dýr, nagdýr, fuglar, skriðdýr og skordýr.  Nánar má lesa um Salmonella á vef Matvælastofnunar.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Julius        
Vöruheiti: Heil önd (Pekingönd)
Lotunúmer: 3482255
Strikamerki: 5706911023637
Nettómagn: 2,4 kg
Geymsluskilyrði: Frystivara
Framleiðandi: Geia Food A/S 
Framleiðsluland: Pólland (önd alin, slátrað og pakkað)

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru
Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík.

Dreifing
Verslanir Hagkaupa og Bónuss um land allt.

Leiðbeiningar til neytenda
Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en geta einnig sett sig í samband við gæðastjóra Aðfanga í síma 530 5600, netfang gm[hja]adfong.is, og fengið nánari upplýsingar.