Innköllun á Halva bedeck mit Pisazien

Heilbrigðiseftirlit

Baladna

Market Sara, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum vöruna Halva bedeck mit Pisazien.

Tilkynning barst í gegnum viðvörunarkerfið RASFF um að salmonella hafi greinst í lotu af vörunni.
Hver er hættan? Salmonella getur valdið alvarlegum veikindum, sérstaklega hjá viðkvæmum einstaklingum og hjá fólki í áhættuhópum eins og börnum, eldra fólki eða fólki með undirliggjandi sjúkdóma.  
Upplýsingar um vöru:
Vörumerki: Baladna
Vöruheiti: Halva bedeck mit Pisazien
Geymsluþol: 22/10/2025
Strikamerki: 8681506260376
Nettómagn: 350 gr.
Framleiðandi: Elsultan Gida
Framleiðsluland: Tyrkland.
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
Market Sara, Lóuhólum 2-6
Leiðbeiningar til neytenda: Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki, farga henni eða skila í Market Sara.
Frekari upplýsingar fást hjá Market Sara ehf í síma 761 0971 eða netfanginu najatmohammad323@gmail.com