Innköllun - fæðubótarefnið The True Original Animal Pak frá Universal Nutrition
Heilbrigðiseftirlit
Prótín.is, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum fæðubótarefnið The True Original Animal Pak frá Universal Nutrition.
Fæðubótarefnið inniheldur 180 mg af B6-vítamíni í ráðlögðum daglegum neysluskammti. Magn vítamínsins fer yfir efri þol-/öryggismörk sem ákvörðuð eru af vísindanefndum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) en mörkin eru 25 mg á dag fyrir fullorðna.
Hver er hættan?
Of stór skammtur af B6-vítamíni getur verið heilsuspillandi.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Universal Nutrition.
Vöruheiti: The True Original - Animal Pak - dietary supplement.
Geymsluþol: Engin geymsluþolsmerking ☐ Best fyrir ☐ Best fyrir lok ☒ Síðasti notkunardagur ☐ Dagsetning: Allar best fyrir dagsetningar.
Lotunúmer: Öll lotunúmer.
Strikamerki: 039442030115 (vara í áldós) / 039442032218 (vara í plastdollu).
Nettómagn: 44 pakkar (áldós / vara í töfluformi, hver pakki inniheldur 11 töflur) / 387 g (plastdolla / vara á duftformi).
Geymsluskilyrði: Á ekki við:☒ Kælivara:☐ Frystivara:☐
Framleiðandi: Universal Nutrition, New Brunswich, New Jersey.
Framleiðsluland: Bandaríkin.
Leiðbeiningar til neytenda:
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga.