Íbúaráðsfundur Grafarvogs haldinn í dag

Mannréttindi

""

Streymt verður frá fundinum og geta íbúar sent inn spurningar. Hlutverk íbúaráða er að styrkja tengingu og stytta boðleiðir milli íbúa og stjórnsýslu borgarinnar, stuðla að aukinni upplýsingagjöf til íbúa, styrkja möguleika þeirra til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og vekja athygli á áskorunum innan hverfisins.

Fundur íbúaráðs Grafarvogs hefst kl. 17.00 í dag, miðvikudaginn 6. maí 2020 og verður honum streymt beint á heimasíðu borgarinnar. Fundinum er streymt vegna tilmæla um tveggja metra reglu milli fólks vegna Covid-19.

Hlutverk íbúaráða er að styrkja tengingu og stytta boðleiðir milli íbúa og stjórnsýslu borgarinnar, stuðla að aukinni upplýsingagjöf til íbúa, styrkja möguleika þeirra til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og vekja athygli á áskorunum innan hverfisins. Á fundinum verða tekin fyrir 12 mál sem lúta að málefnum hverfisins auk fleiri mála.

Áhugasamir íbúar geta sent spurningar á meðan á fundi stendur á: 

ibuarad.grafarvogur@reykjavik.is 

Fundir framundan

  • Fundur íbúaráðs Breiðholts     7. maí kl. 17.
  • Fundur íbúaráðs Laugardals 11. maí kl. 17.
  • Fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts 13. maí kl. 16.30.
  • Fundur íbúaráðs Kjalarness. 14. maí kl. 17

Steymt verður frá öllum fundunum.

Íbúaráð eru lifandi samstarfsvettvangur samráðs íbúa, bakhóps hverfisins, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda. Íbúaráðin eru virkir þátttakendur í útfærslu á allri stefnumörkun hverfanna, ráðgefandi fyrir starfsemi þjónustumiðstöðva í hverfum og eiga að stuðla að eflingu félagsauðs í hverfum Reykjavíkurborgar.

Íbúaráð eru starfandi í eftirfarandi hverfum Reykjavíkurborgar;

Árbæ og NorðlingaholtiBreiðholtiGrafarholti og ÚlfarsárdalGrafarvogiKjalarnesiHáaleiti- og BústaðahverfiLaugardalMiðborg og HlíðumVesturbæ.

Íbúaráð eru skipuð sex fulltrúum. Borgarstjórn kýs þrjá fulltrúa og þrjá til vara. Tveir fulltrúar borgarstjórnar að lágmarki skulu vera úr hópi borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa. Einn fulltrúi og annar til vara er skipaður af íbúasamtökum hverfisins og einn fulltrúi og einn til vara af foreldrafélögum hverfisins. Einn fulltrúi og annar til vara er valinn með slembivali úr hópi íbúa hverfisins. Borgarstjórn kýs formann íbúaráðs úr hópi kjörinna fulltrúa en íbúaráðin skipta að öðru leyti með sér verkum.