Íbúar á Suðurnesjum fá frítt í sund í Reykjavík
Reykjavíkurborg býður Suðurnesjabúum í sundlaugar borgarinnar alla daga þar til heitt vatn hefur komist á í þeirra heimabyggð.
Ef ykkur er kalt og viljið hlýja ykkur í pottunum, komast í sturtu eða leika í laugunum eruð þið velkomin, látið bara vita í afgreiðslunni að þið séuð frá Suðurnesjum.
Flestar laugarnar eru opnar til klukkan 22 í kvöld en afgreiðslutíma, staðsetningar og fleira má sjá hér: https://reykjavik.is/sundlaugar