Íbúafundur í Árbæjarskóla

Skipulagsmál Hverfisskipulag

""

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur stendur fyrir opnum kynningarfundi á tillögum að hverfisskipulagi fyrir íbúa í Ártúnsholti, Árbæ og Selási, fimmtudaginn 7. febrúar kl. 19.30 í Árbæjarskóla.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, og Ævar Harðarson, verkefnisstjóri hverfisskipulags, munu kynna helstu stefnur og skilmála hverfisskipulags. Einnig verður kynnt hvernig gera má athugasemdir við tillögur að hverfisskipulagi Ártúnsholts, Árbæjar og Seláss, sem nú eru til kynningar á Borgarbókasafninu í Árbæ.

Á fundinum verða sérfræðingar frá Umhverfis- og skipulagssviði til að svara spurningum.

Öll velkomin og heitt á könnunni! 

Fundarstjóri verður Þorkell Heiðarsson 

Fundur á Facebook 

Heimasíða hverfisskipulags: Hverfisskipulag.is 

Sýning stendur yfir í borgarbókasafninu

Sýning var nýlega opnuð í borgarbókasafninu í Árbæ á hverfisskipulaginu fyrir Ártúnsholts, Árbæjar og Seláss og stendur hún til 17. apríl. Fjölmargir komu á opnun sýningarinnar og eru íbúar hvattir til að mæta og kynna sér málið.