Íbúafundur borgarstjóra í Grafarholti og Úlfarsárdal | Reykjavíkurborg

Íbúafundur borgarstjóra í Grafarholti og Úlfarsárdal

föstudagur, 23. febrúar 2018

Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, heldur opinn fund fyrir íbúa Grafarholts og Úlfarsárdals 1. mars næstkomandi í Ingunnarskóla. Fundurinn hefst kl. 20

  • Grafarholt og Úlfarsárdalur. Mynd. Arctic Images / Ragnar Th. Sigurðsson
    Grafarholt og Úlfarsárdalur. Mynd. Arctic Images / Ragnar Th. Sigurðsson

Á íbúafundinum mun borgarstjóri fara yfir helstu málefni hverfanna í ítarlegri glærukynningu en þar ber hæst framkvæmdir í hverfunum og uppbygging. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Fundinum verður streymt hér á vefnum og eins á facebook síðu Reykjavíkurborgar.