Íbúafundir með borgarstjóra í Grafarvogi og Breiðholti
Einar Þorsteinsson borgarstjóri býður borgarbúum upp á opið samtal í hverfum borgarinnar á næstu vikum. Fyrsti fundur verður haldinn í Rimaskóla í Grafarvogi laugardaginn 27. janúar klukkan 11.00 og annar fundur í Breiðholtsskóla klukkan 14.00 sama dag.
Hverju þarf að breyta í þínu hverfi, hvað er vel gert og hvað finnst þér að borgarstjóri eigi að gera? Íbúar eru hvattir til að mæta og segja sína skoðun.
"Mér finnst mikilvægt að fara út í hverfin og hlusta á hvaða mál brenna á borgarbúum enda snýst starf okkar hjá Reykjavíkurborg um að þjónusta þá sem best. Hlakka til að sjá ykkur sem flest!” segir borgarstjóri.
Fundirnir eru um ein klukkustund að lengd og boðið er upp á kaffiveitingar. Börn eru sérstaklega velkomin og á hverjum stað verður barnahorn.
Öll velkomin.