Mikil uppbygging er á nýju íbúðarhúsnæði í Reykjavík en í ár verða slegin öll fyrri met í nýbyggingu íbúða. Í dag eru 4.809 íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni og má sjá þá á meðfylgjandi mynd og listanum hér neðar á síðunni. Af einstökum svæðum eru flestar íbúðir í byggingu á Hlíðarenda og í Vogabyggð.
Þessar upplýsingar eru meðal þeirra sem hafa verið dregnar saman í tengslum við opinn kynningarfund um nýjar íbúðir í Reykjavík sem haldinn verður í ráðhúsi Reykjavíkur í fyrramálið. Nánar má lesa um fundinn á vefsíðunni reykjavik.is/ibudir. Auk yfirferðar um helstu framkvæmda- og skipulagssvæði í borginni verður kynnt ný greining á fasteignamarkaði sem Capacent vann fyrir Reykjavíkurborg.
Íbúðirnar 4.809 eru á eftirtöldum stöðum:
- Keilugrandi 1 – 78 íbúðir
- Nýlendureitur – 7 íbúðir
- Vísindagarðar – 244 íbúðir
- Hafnartorg – 70 íbúðir
- Austurhöfn – 71 íbúð
- Hljómalindareitur – 35 íbúðir
- Brynjureitur – 77 íbúðir
- Frakkastígsreitur – 67 íbúðir
- Hverfisgata 88-92 – 31 íbúð
- Barónsreitur - Hverfisgata 85-93 – 70 íbúðir
- Skúlagata 26 - Vitastígur 3 – 31 íbúð
- Hverfisgata 94-96 – 38 íbúðir
- Öskjuhlíð-Nauthólsvegur – 455 íbúðir
- Hlíðarendi – 780 íbúðir
- Höfðatorg I – 94 íbúðir
- Borgartún 28 – 21 íbúð
- Blómavalsreitur – 108 íbúðir
- Kirkjusandur – 300 íbúðir
- Vogabyggð II – 776 íbúðir
- Efstaleiti - RÚV-lóð – 360 íbúðir
- Sléttuvegur - hjúkrunarheimili – 99 íbúðir
- Sléttuvegur - eldri borgarar – 141 íbúð
- Skógarvegur 16 – 20 íbúðir
- Fossvogsvegur 8 – 15 íbúðir
- Sogavegur 73-77 – 45 íbúðir
- Suður-Mjódd – 140 íbúðir
- Hraunbær 103-105 – 60 íbúðir
- Elliðabraut-Norðlingaholt – 199 íbúðir
- Bryggjuhverfi II – 63 íbúðir
- Spöngin-Móavegur – 155 íbúðir
- Úlfarsárdalur-núverandi hverfi – 147 íbúðir
- Reynisvatnsás – 12 íbúðir
Það er einnig áhugavert að skoða þær íbúðir sem útskrifaðar hafa verið úr kynningarglærum uppbyggingarfundanna og eru því ekki í framangreindum tölum, en það eru t.d. eftirfarandi:
- Grandavegur – 142 íbúðir
- Nýlendureitur – 12 íbúðir
- Tryggvagata 13 – 38 íbúðir
- Hverfisgata 61 – 12 íbúðir
- Laugavegur 59 – 11 íbúðir
- Smiðjuholt – 203 íbúðir
- Mánatún/Sóltún – 44 íbúðir
- Mörkin – 74 íbúðir
- Reynisvatnsás – 18 íbúðir
Nánar verður fjallað um þessi uppbyggingarsvæði á kynningarfundinum á morgun og einnig verður farið yfir hvaða svæði liggja fyrir í samþykktu deiliskipulagi (3.335 íbúðir), eru í deiliskipulagsferli (7.575 íbúðir) og eru til skoðunar á þróunarsvæðum (5.065 íbúðir).