Húsverndarsjóður Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsóknum um styrki til viðgerðar og endurgerðar á byggingum í Reykjavík sem hafa sérstakt varðveislugildi af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum.
Mikilvægar upplýsingar
Eftirtaldar upplýsingar skulu koma fram í umsókn:
- Lýsing á fyrirhuguðum framkvæmdum.
- Tímaáætlun.
- Kostnaðaráætlun (með sundurliðun ef um er að ræða marga þætti).
- Ljósmynd af húsinu eins og það er nú og eldri ljósmynd ef hún er til.
Umsóknir eru eingöngu mótteknar á þar til gerðu eyðublaði sem er að finna á Mínum síðum á reykjavik.is.
Opnaði 19. febrúar
Opnað var fyrir umsóknir mánudaginn 19. febrúar og lokað verður mánudaginn 11. mars, kl. 23.59.
Frekari upplýsingar eru veittar af Húsverndarstofu sem er með opinn símatíma á miðvikudögum kl. 15–17 í síma 411 6333. Einnig má senda tölvupóst á husverndarstofa@reykjavik.is.
Vakin er athygli á því að styrkir sem úthlutað verður 2024 og hafa ekki verið nýttir fyrir lok árs 2025 falla niður.