Húsverndarsjóður opinn fyrir umsóknir

Menning og listir Skipulagsmál

Húsavernd/ RagnarTH

Húsverndarsjóður Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsóknum um styrki til viðgerðar og endurgerðar á byggingum í Reykjavík sem hafa sérstakt varðveislugildi af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum. 

Mikilvægar upplýsingar

Eftirtaldar upplýsingar skulu koma fram í umsókn: 

  1. Lýsing á fyrirhuguðum framkvæmdum. 
  2. Tímaáætlun.
  3. Kostnaðaráætlun (með sundurliðun ef um er að ræða marga þætti). 
  4. Ljósmynd af húsinu eins og það er nú og eldri ljósmynd ef hún er til. 

Umsóknir eru eingöngu mótteknar á þar til gerðu eyðublaði sem er að finna á Mínum síðum á reykjavik.is. 

Opnaði 19. febrúar

Opnað var fyrir umsóknir mánudaginn 19. febrúar og lokað verður mánudaginn 11. mars, kl. 23.59. 

Frekari upplýsingar eru veittar af Húsverndarstofu sem er með opinn símatíma á miðvikudögum kl. 15–17 í síma 411 6333. Einnig má senda tölvupóst á husverndarstofa@reykjavik.is. 

Vakin er athygli á því að styrkir sem úthlutað verður 2024 og hafa ekki verið nýttir fyrir lok árs 2025 falla niður.