Hundagerði að ósk íbúa

Umhverfi Skipulagsmál

Nýlega var lokið við frágang á þremur nýjum hundagerðum í Reykjavík sem sett voru upp til að mæta óskum íbúa. . Gerðin eru öll um 600 fermetrar að stærð með 1,2 metra hárri girðingu umhverfis og við þau hefur verið komið fyrir bekkjum og ruslastömpum. Hundagerðin voru á verkefnaskrá Betri hverfa í fyrra en þá sendu íbúar inn hugmyndir sem síðan var kosið um í opinni rafrænni kosningu.

Á skiltum sem fest eru á gerðin er hvatt er til góðar umgengni og vakin athygli á að hundurinn er ávallt á ábyrgð eiganda og minnt á taumskyldu utan hundagerðis. Hundaeign hefur aukist í Reykjavík og því eðlilegt að íbúar kalli eftir aukinni þjónustu. Í ár verður aftur kallað eftir hugmyndum íbúa vegna verkefna og kosið milli þeirra ef þarf.

Á meðfylgjandi korti má sjá staðsetningu hundagerðanna. Gerðið í neðra Breiðholti er sunnan við Arnarbakka og austan Breiðholtsbrautar; í Laugardal er gerðið staðsett milli Engjavegar og Suðurlandsbrautar og í miðborginni er það við Vatnsmýrarveg rétt hjá Umferðarmiðstöðinni (BSÍ). 

Nánari upplýsingar og tengdar fréttir:

Staðsetning hundagerðanna.