Hreinsum saman borgina okkar

Umhverfi

""

Helgina 9. og 10. maí blæs Reykjavíkurborg í lúðra og kallar eftir þátttöku borgarbúa í átakinu Hreinsum saman.

Átakið Hreinsum saman, sem eru þáttur í evrópskum hreinsunardögum, hvetur til þátttöku sem flestra til að taka þátt og tína rusl um næstu helgi. Af nógu er að taka eftir langan vetur.

Starfsfólk á ólíkum starfsstöðvum Reykjavíkurborgar mun ekki láta sitt eftir liggja á næstu dögum. En auk þeirra hafa líka starfsmenn í umhirðu borgarlandsins unnið að því hörðum höndum undanfarnar vikur að hreinsa og fegra borgina.

Og nú fá borgarbúar, íbúasamtök, félagasamtök, sjálfboðaliðar, fyrirtæki og stofnanir aftur tækifæri til að taka höndum saman með okkur og hreinsa í sínu nánasta umhverfi.

Reykjavíkurborg leggur í ár sérstaka áhersla á dagana 9. og 10. maí og þessa daga verða fjórar hverfastöðvar Reykjavíkurborgar opnar, á FiskislóðStórhöfða, í Jafnaseli og á Kjalarnesi.  Þar sem tekið er á móti ruslapokum þessa einu helgi. Opnunartími á Fiskislóð verður 11.30 til 19. báða daga. Á Kjalarnesi kl. 12.-16, í Jafnaseli og á Stórhöfða frá 9.-16. Einnig verða pallbílar á ferðinni. Veittar eru upplýsingar í síma 411 8440 og þar er hægt að láta vita af pokum í borgarlandinu.

Hvernig er best að bera sig að?

Íbúar mega skilja eftir rusl á völdum svæðum, sem starfsfólk hverfastöðvanna sér svo um að koma í Sorpu. Hægt er að  láta vita af uppsöfnun á rusli með því að senda inn ábendingu á ábendingarvef okkar eða skilja eftir skilaboð á facebook síðunni Hreinsum saman 

Hliðhollir veðurguðir

samkvæmt veðurspám mun viðra vel til hreinsanna um helgina. Á laugardaginn er spáð þurru og björtu veðri og um sex stiga hita og á sunnudaginn verður léttskýjað með hlýnandi veðri.

Plokkarar stimpluðu sig rækilega inn í vorhreinsum 25. apríl sl. með metþátttöku og nú er tækifæri til að gera enn betur.  Að lokum er ekki úr vegi að minna á 2 metra regluna um leið og við getum notið þess að vera úti og fegra borgina okkar með því að taka þátt og tína rusl.

Tenglar;

Nánar um Hreinsum saman

Ábendingarvefurinn

Hreinsum saman - facebooksíða

#hreinsumsaman