Hljómsveitin RetRoBot frá Selfossi sigraði Músíktilraunir 2012

Hljómsveitin RetRoBot frá Selfossi fór með sigur af hólmi á úrslitakvöldi Músíktilrauna 2012 sem fram fór í Austurbæ síðastliðið laugardagskvöld. Alls 10 hljómsveitir tóku þátt í úrslitakvöldinu en það voru auk RetRoBot : White Signal, Icarus, The Lovely Lion, The Young and Carefree, Funk that Shit!, Aeterna, Glundroði, Þoka og Hindurvættir. Húsfyllir var og mjög mikil stemning enda voru hljómsveitirnar hver annarri betri og sátu dómarar lengi á rökstólum áður en úrslitin voru tilkynnt. Niðurstaðan var eftirfarandi:



1. Sæti: RetRoBot frá Selfossi

2. Sæti: Þoka frá Reykjavík

3. Sæti: Funk That Shit !, frá Sauðárkróki



Ennfremur voru veitt verðlaun í átta öðrum flokkum:

Hljómsveit fólksins: White Signal

Gítarleikari Músíktilrauna er Reynir Snær Magnússon úr Funk that Shit!

Bassaleikari Músíktilrauna er Guðmundur Ingi Halldórsson úr Funk that Shit!

Hljómborðsleikari Músíktilrauna er Heimir Klemenzson úr Þoku

Söngvari Músíktilrauna er Agnes Björgvinsdóttir úr Þoku

Trommari Músíktilrauna er Sólrún Mjöll Kjartansdóttir úr White Signal

Rafheili Músíktilrauna er Daði Freyr Pétursson úr RetRoBot

Textagerð á íslensku er Lena Mist Skaptadóttir úr Ásjón

 

Óttarr Proppé, formaður skóla- og frístundasviðs afhenti sigurvegurunum verðlaunin og voru liðsmenn RetRoBot að vonum ánægðir með sigurinn.

Reykjavíkurborg óskar öllum til hamingju !

Sjá fréttir og myndir á heimasíðu: www.musiktilraunir.is.