Hjólastígaframkvæmdir ársins kynntar

Hjólaborgin

Loftmynd af göngu- og hjólastíg í Elliðaárdal. Framundan eru frekari framkvæmdir í Elliðaárdal. Mynd/Róbert Reynisson
Göngustígur og hjólastígur séð úr lofti. Grænt gras og tré.

Kynning á áætluðum hjólastígaframkvæmdum ársins fór fram í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í morgun. Einnig var kynnt yfirlit á völdum framkvæmdum sem eru í undirbúningi og gætu komið til framkvæmda á næstu árum. Unnið er samkvæmt Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021-2025. Alls hafa verið byggðir upp 42 kílómetrar af hjólastígum í borginni frá árinu 2010.

Hálsabraut er stærsta verkefnið sem Reykjavíkurborg stendur ein fyrir á árinu en mörg verkefnanna falla undir samgöngusáttmálann og eru því samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar fyrir hönd ríkisins. Verkefni sem haldið er áfram með frá fyrra ári eru neðan Þverársels við ÍR svæðið, gatnamót Bústaðavegar og Háaleitisbrautar, og stígar tengdir Arnarnesvegi sem er eitt af verkefnum samgöngusáttmálans.

Samgöngusáttmálaverkefni

Undir verkefni samgöngusáttmálans falla Skógarhlíð, Suðurhlíðar við Kringlumýrarbraut, Arnarnesvegur/Breiðholtsbraut og einnig framkvæmdir í Elliðaárdal við leið frá Grænugróf að Breiðholtsbraut, auk nýrra brúa við Dimmu og við Grænugróf. Samtals er stígalengd í þessum verkefnum 4,3 kílómetrar.

Til viðbótar eru áætlaðar framkvæmdir við stíg í stað stokks í Elliðaárdal í samvinnu við Veitur, stígagerð í Öskjuhlíð vegna tengingar milli Bústaðavegar og Perlu, samtals tveir kílómetrar og gerð sameiginlegs göngu- og hjólastígs á Kjalarnesi. Sá stígur liggur að mestu samhliða hliðarvegi hringvegarins, samtals 5,8 kílómetrar í tveimur áföngum.

Samtals eru kílómetrarnir því rúmlega 12 talsins í fyrrnefndum verkefnum. Hér verður svo farið yfir stöðu verkefna:

Þegar í framkvæmd eða verið að bjóða út

  • Hálsabraut
  • Þverársel / ÍR
  • Réttarholtsvegur - Sogavegur
  • Arnarnesvegur / Breiðholtsbraut
  • Elliðaárdalur,  Dimma
  • Háaleitisbraut – Bústaðavegur,  gatnamót 
  • Suðurhlíðar við Kringlumýrarbraut
  • Elliðaárdalur 3. áfangi (Grænagróf – Dimma)
  • Kjalarnes,  hringvegur 1. áfangi
  • Kjalarnes, hringvegur 2. áfangi

Verkhönnun lokið, býður útboðs

  • Skógarhlíð 
  • Laugarvegur – Hlemmur - Katrínartún

Í verkhönnun

  • Elliðaárdalur, Stígur í stað stokks
  • Suðurlandsvegur, 1. áfangi
  • Öskjuhlíð, stígtenging

Í forhönnun eða forhönnun lokið

  • Gufunes, 3 m strandstígur
  • Sörlaskjól / Faxaskjól
  • Einarsnes 
  • Dragháls / Krókháls / MS
  • Suðurlandsvegur 2. áfangi
  • Vegmúli
  • Skúlagata 
  • Nóatún/Langahlíð  

Frumhönnun

  • Nesvegur / Ægissíða
  • Breiðholtsbraut / Norðlingaholt
  • Mýrargata
  • Háaleitisbraut (norðan Miklubrautar)
  • Höfðabakki - Hamrastekkur – Höfðabakkabrú
  • Höfðabakki, Rafstöðvarvegur – Bæjarháls
  • Kringlumýrarbraut / Borgartún  - gatnamót

Næstu verkefni í undirbúning/forhönnun

  • Suðurfell 
  • Vínlandsleið 
  • Undirgöng / Stekkjarbakka
  • Brú við Elliðaárstíflu

Mörg af þessum verkefnum hafa verið kynnt áður en einhver eru ný og er nánari útlistun, skýringarmyndir, kort og fleira að finna í meðfylgjandi kynningu.

Markmið Hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur 2021–2025 er að auka hlutdeild hjólreiða í ferðum í borginni og er hún leiðarvísir í eflingu hjólreiða og uppbyggingu hjólreiða­innviða. Aukin hlutdeild hjólreiða er hagkvæm, hefur góð áhrif á umhverfi, lýðheilsu og lífsgæði og skapar betri borg.