Heitur Frakkastígur

Umhverfi Framkvæmdir

""

Framkvæmdir við Frakkastíg ganga vel og í dag var verið að steinleggja  gangbraut efst á stígnum og tengja snjóbræðslu sem virkjuð verður síðar í dag.  Frakkastígur verður eftir breytingar með heitari götum í borginni en sjóbræðsla verður í götu, hjólastíg og gangstétt.  

Frakkastígurinn er tekinn fullkomlega í gegn frá Njálsgötu að Skólavörðuholti. Allt yfirborð götu og gangstétta er  endurnýjað, ásamt þeim lögnum sem komnar eru á tíma. Malbikuð hjólarein verður vestan megin götu og hjólavísar austan megin. Gatnamót við Bergþórugötu verða steinlögð og upphækkuð. Snjóbræðsla kemur í allt göturýmið þ.e. götu, gönguleiðir, hjólarein og upphækkuð gatnamót.



Vinna við Frakkastíg hófst um miðjan ágúst með verklokum nú í nóvember. Það gengur vel eftir þó ákveðið hafi verið að endurnýja stærra svæði, en hellulögn fyrir framan Hótel Leifs Eiríkssonar verður endurnýjuð.  Í dag verður umferð hleypt á Frakkastíg upp að Bergþórugötu  og af Kárastíg.  Á  mánudag verður gatan öll opin fyrir bílaumferð. 



Upplýsingasíða í framkvæmdasjá:  Frakkastígur – endurgerð milli Njálsgötu og Skólavörðuholts