Heilsuborgin Reykjavík – Lýðheilsustefna Reykjavíkur til 2030

Hverfisskipulag Íþróttir og útivist

""

Borgarstjórinn í Reykjavík býður til kynningar um lýðheilsu í Reykjavík föstudaginn 4. júní nk. klukkan 9.00 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

Á fundinum verða kynnt drög að nýrri lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar til 2030 og nokkur þeirra verkefna í Reykjavík sem styðja við hana og framtíðarsýn Græna Plansins um heilsueflandi og öruggt samfélag, þar sem fólk á öllum æviskeiðum hefur jöfn tækifæri til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu.

Fundurinn verður bæði opinn gestum og streymt rafrænt í beinni útsendingu.

Dagskrá

 • Erindi borgarstjóra um lýðheilsu í Reykjavík
  Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
 • Heilsuborgin Reykjavík Drög að lýðheilsustefnu Reykjavíkur til 2030
  Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis

Örframsögur

 • Betri svefn Grunnstoð heilsu
  Dr. Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur
 • Heilsueflandi skólar í heilsueflandi borg
  Ólöf Kristín Sívertsen verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði
 • Frístundir í Breiðholti – tilraunaverkefni um aukna þátttöku barna í íþrótta og tómstundastarfi
  Þráinn Hafsteinsson verkefnisstjóri frístunda og félagsauðs í Breiðholti
 • Hverfisskipulag og Lýðheilsa
  Ævar Harðarsson deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur
 • Fundarstjóri og samantekt
  Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs

Nánari upplýsingar á reykjavik.is/lydheilsa