Nathan & Olsen, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað frá neytendum Til hamingju Súkkulaðihúðaða banana.
Ástæða innköllunar:
Við framleiðslu á vörunni hafa blandast saman við hana súkkulaðihúðaðar valhnetur.
Hver er hættan?
Valhnetur eru á lista yfir ofnæmis- eða óþolsvalda. Neysla vörunnar getur verið óörugg fyrir neytendur sem hafa ofnæmi- eða óþol fyrir valhnetum.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Til hamingju
Vöruheiti: Súkkulaðihúðaðir bananar
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 04.12.2024
Nettómagn: 140 g
Strikamerki: 5690595096806
Framleiðandi (pökkunaraðili): Nathan & Olsen, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
Nathan & Olsen, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík.
Dreifing:
Verslanir Krónunnar, Fjarðarkaup, verslanir Samkaupa, Kaupfélag Skagfirðinga og Skaftárskáli (Systrakaffi ehf.).
Leiðbeiningar til neytenda:
Neytendur sem eiga umrædda vöru og hafa ofnæmi- eða óþol fyrir valhnetum eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni til Nathan & Olsen.
Nánari upplýsingar um innköllun:
Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Nathan & Olsen í síma 847 9573 eða í gegnum netfangið hildur.baldursdottir@1912.is.