Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar við sjósundi í Nauthólsvík í dag og á morgun

Umhverfi Heilbrigðiseftirlit

""

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ráðleggur sjósundsfólki að synda ekki í Nauthólsvík/Fossvogi í dag og á morgun þriðjudaginn 3. desember.

Ástæðan er sú að verið er að gera við grjótgildru í dælustöðinni við Skeljanes og á meðan verður skólpi dælt um yfirfallsrás við dælustöð á Hafnarbraut í Kópavogi. Því er hætta á að saurgerlamengun í sjó verði yfir viðmiðunarmörkum meðan á viðgerð stendur og fyrst á eftir.