Grunnskólarnir settir 22. ágúst

Velferð Skóli og frístund

""
Starfsfólk skóla er mætt til starfa að undirbúa skólastarfið en nú styttist óðum í skólasetningu. 
Grunnskólar Reykjavíkur verða settir mánudaginn 22. ágúst. Þetta haust verða um 14.500 nemendur í grunnskólanámi í Reykjavík, þar af eru tæplega 1.500 börn að hefja grunnskólagönguna.


Nánari upplýsingar um hvenær nemendur eiga að mæta til skólasetningar eru á heimasíðum skólanna. Þar má einnig finna upplýsingar um hvenær almenn kennsla hefst og innkaupalista fyrir einstakar bekkjardeildir.


Innritað er á frístundaheimili í gegnum Rafræna Reykjavík. Þar til frístundaheimilin verða fullmönnuð munu yngstu nemendurnir í 1. bekk grunnskólanna njóta forgangs við innritun.


Á Foreldravefnum eru margvíslegar upplýsingar fyrir foreldra um skólabyrjun, skólagönguna og frístundastarfið.