Götulokanir í tengslum við kvennaverkfallið 24. október

Baráttufundur hefst á Arnarhóli klukkan 14:00 þriðjudaginn 24. október. Arctic Images/Ragnar Th.
Loftmynd af Lækjargötu, Arnarhól og nágrenni.

Götulokanir verða í gildi í miðborg Reykjavíkur frá mánudeginum 23. október vegna kvennaverkfallsins 24. október. Þetta er gert vegna baráttufundarins, sem haldinn verður á Arnarhóli frá klukkan 14:00–15:00 á þriðjudaginn.

Hvar verða lokanir í miðborginni?

Frá kl. 18:00 mánudaginn 23. október til kl. 19:00 þriðjudaginn 24. október:

  • Kalkofnsvegur, á milli Geirsgötu og Hverfisgötu, verður lokaður fyrir allri akandi umferð.

Klukkan 11:00–16:00 þann 24. október taka frekari götulokanir gildi samkvæmt korti:

  • Lækjargata frá Skólabrú að Hverfisgötu
  • Hverfisgata frá Ingólfsstræti að Lækjargötu
  • Skúlagata frá Sjávarútvegsráðuneyti, Ingólfsstræti að Hverfisgötu
  • Bankastræti frá Ingólfsstræti
  • Amtmannsstígur frá Skólastræti

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða

Bílastæði fyrir hreyfihamlaða verður gengt Skúlagötu 4. P merktum bílum verður hleypt í gegnum mannaða götulokun. Einnig er vakin athygli á því að pallur fyrir hjólastóla verður á Kalkofnsvegi beint á móti sviðinu, með auknu útsýni fyrir fólk sem notar hjólastól.

Viðburðurinn verður jafnframt táknmálstúlkaður og textaður á ensku.

Breytingar á Strætó

Þjónusta Strætó tekur breytingum á meðan lokunum stendur:

  • Kalkofnsvegur milli Hverfisgötu og Geirsgötu verður lokaður frá kl. 18:00 á mánudeginum til kl. 19:00 á þriðjudaginn. Leið 3 fer Hverfisgötu og leið 14 að fer Sæbraut/Geirsgata í báðar áttir.
  • Þriðjudagur kl 11:00–16:00. Hefðbundin miðbæjarlokun. Sæbraut/Geirsgata verður opin.
  • Leiðir 3 og 14 fara Sæbraut/Geirsgötu og leiðir 1, 6, 11, 12 og13 fara Snorrabraut út í Háskóla og inn á leið eftir það.

Notum bílastæðahúsin

Fólk er hvatt til að nýta sér bílastæðahúsin í borginni.