Gleðilega þjóðhátíð
Hátíðardagskrá á Austurvelli hófst klukkan 11:10 í morgun þar sem meðal annars Forseit Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra hélt hátíðaræðu. héldu hátíðarræðu.
Að lokinni dagskrá á Austurvelli var farið í skrúðgöngu að Hólavallakirkjugarði. Fjöldi fólks tók þátt í skrúðgöngunni og fylgdist með þegar forseti borgarstjórnar Elsa Hrafnhildur Yeoman lagði blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar. Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, var einnig viðstaddur ásamt Degi B. Eggertssyni formanni borgarráðs og fleiri borgarfulltrúum. Var athöfnin hin hátíðlegasta í alla staði. Lúðrasveit Reykjavíkur lék við athöfnina sem fór fram í blíðskapar veðri.
Skrúðgöngur frá Hlemmi og Hagatorgi fóru af stað klukkan 13 og komu í miðbæinn um hálf tvö. Í Hallargarðinum fjölmenntu börnin og fylgdust með Brúðubílnum og í Hljómskálagarði, á Austurvelli, á Ingólfstorgi og við Arnarhól verður boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna til klukkan 19 í kvöld. Dagskrána má sjá í heild sinni á www.17juni.is.