Gleðilega Barnamenningarhátíð!
Barnamenningarhátíð var sett með pompi og prakt í Hörpu í morgun.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, setti hátíðina formlega og fékk börnin í salnum til liðs við sig og bað þau um að gera bylgju með sér. Því næst tók við skemmtidagskrá þar sem meðal annars var sýnt brot úr leikritinu Draumaþjófinum sem nú er á fjölum Þjóðleikshússins, Hringleikur lék listir sínar og dansarar frá dansskóla Brynju Péturs dönsuðu. Vigdís Hafliðadóttir í hljómsveitinni Flott flutti svo lag Barnamenningarhátíðar, Kæri heimur, sem hún samdi með nemendum í fjórða bekk í Reykjavík, en lagið fjallar um frið. Krakkarnir tóku vel undir, dönsuðu í takt við lagið og fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna.
Framundan er fjölbreytt ókeypis dagskrá.
Öll velkomin!