Gjaldtaka á hleðslustöðvum í bílahúsum

Bílastæðasjóður Samgöngur

Breytingin hvetur til nýtingar bílahúsa
Breytingin stuðlar að betri nýtingu bílahúsa í miðborginni.

Gjaldtaka á hleðslustöðvum verður tekin upp frá og með 17. ágúst 2023 í bílahúsum Reykjavíkurborgar.

Reykjavíkurborg og Ísorka hafa gert með sér samning um hleðslustöðvarnar og mun Ísorka þjónusta þær og sjá um viðhald. Um er að ræða hleðslustöðvar í bílahúsum í Ráðhúsi, Stjörnuporti,Traðarkoti, Vitatorgi og Vesturgötu 7.

Gjaldið verður sem hér segir

Klukkan 8:0018:00

  • 24 kr. kWst
  • 3 kr. mínútan
  • Ekkert tímagjald fyrstu þrjár klukkustundirnar

Klukkan 18:008:00

  • 24 kr. kWst
  • Ekkert tímagjald

Gjaldtakan er sett á til að bregðast við mikilli eftirspurn og til að gæta jafnræðis en var áður ókeypis til kynningar og til að hjálpa til með orkuskiptin og til að hvetja til notkunar á bílahúsunum