Geðheilbrigði og fjölbreytileiki til umræðu á norrænni ungmennaráðstefnu

Skóli og frístund

Ungmennaráðstefna U_LYNC

Ungmenni frá tíu borgum Norðurlandanna tóku þátt í ungmennaráðstefnunni U-LYNC sem haldin var í Reykjavík að þessu sinni. Ráðstefnan fór fram í síðustu viku  og heppnaði einstaklega en hún fjallaði um líf ungmenna í borgum á Norðurlöndum eða Urban life of young people in the Nordic countries.

Norrænt samstarf tíu borga

Ráðstefnan er styrkt af Erasmus+ og er hluti af áralöngu samstarfi stórborga á Norðurlöndunum sem heitir  Hjerte & smerte. Hjerte & smerte hefur staðið fyrir ráðstefnu annað hvert ár fyrir embættisfólk og stjórnmálafólk í þeim tíu borgum Norðurlandanna sem taka þátt og í ár verður ráðstefnan haldin á Íslandi. 

Mikilvægt að raddir ungs fólks fái vægi

Unnið hefur verið að því að tengja betur raddir ungmenna inn í ráðstefnu Hjerte & Smerte og í ár fékkst styrkur til að halda ungmennaráðstefnu í þeim tilgangi. Frá hverri þátttöku borg komu á milli 6-8 ungmenni auk starfsfólks. Borgirnar sem taka þátt eru Aarhus, Álaborg, Bergen, Helsinki, Kaupmannahöfn, Malmö, Odense, Oslo, Reykjavík og Þrándheimur. ´

Ungmennaráðstefna U-LYNC

Mikill undirbúningur liggur að baki

Til þess að valdefla ungmennin í þessari vinnu voru haldnar vinnustofur fyrir tæpu ári með hátt í 300 ungmennum í borgunum tíu. Þar var vinnan undirbúin og leitað eftir málefnum sem þau hafa áhuga á og brenna fyrir. Spurningarnar voru á þessa leið, hvað er gott við að búa í þinni borg? og hvað er áskorun við það að búa í þinni borg?

Ungmennaráðstefna U-LYNC

Þátttaka, geðheilbrigði, menntun, sjálfbærni og fjölbreytileiki

Úr þessum svörum komu fram fimm þemu sem þeim þóttu mikilvægust. Þemun voru þátttaka ungs fólks (youth participation), geðheilbrigði (mental health), menntun (education), sjálfbærni (sustainability) og fjölbreytileiki (diversity). Þau sem tóku svo þátt í ungmennaráðstefnunni í síðustu viku hittust svo mánaðarlega á fjarfundum til að undirbúa sig enn frekar. Þau ræddu málefnin á dýptina og unnu myndbönd í samstarfi við RÚV sem verða nýtt ásamt öðru efni til þess að koma skoðunum ungs fólks á framfæri bæði á ráðstefnu Hjerte & Smerte í september sem og í borgunum tíu í framhaldi af ungmennaráðstefnunni.

Hægt verður að sjá myndbönd unnin í tengslum við ráðstefnuna á vefsíðu hennar.