Fyrsti fundur stafræns ráðs

Stafrænt ráð

Stafrænt ráð hélt sinn fyrsta ráðsfund miðvikudaginn 29. júní. Ráðið var stofnað á fundi borgarstjórnar 21. júní 2022 og fer það með málaflokk stafrænna umbreytinga, þjónustu, lýðræðis- og gagnsæismála auk samfélagslegrar og opinberrar nýsköpunar.

Á fyrsta fundi sínum fjallaði stafrænt ráð um fundadagskrá komandi vetrar. Þá fékk ráðið kynningar frá Óskari J. Sandholt, sviðsstjóra þjónustu- og nýsköpunarsviðs, um verkefni sviðsins og stafræna umbreytingu í Reykjavíkurborg, Svanhildi Bogadóttur, borgarskjalaverði, um skjalastjórn og skjalavörslu hjá borginni og loks töluðu Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og verkefnastjórarnir Eiríkur Búi Halldórsson og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir um lýðræðisverkefni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu. 

Alexandra Briem er formaður ráðsins en auk hennar eru ráðsfulltrúar Kristinn Jón Ólafsson, Skúli Helgason, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Andrea Helgadóttir.