Frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu á bíllausa daginn

Vefborði fyrir bíllausa daginn.

Strætó býður farþegum sínum á höfuðborgarsvæðinu fríar ferðir á bíllausa daginn 22. september. Reykjavíkurborg hvetur íbúa til að nýta sér það, sé þess nokkur kostur. 

Bíllausi dagurinn er hluti af af árlegri evrópskri samgönguviku. Dagurinn er kjörinn til að endurskoða ferðavenjur til og frá vinnu og skóla. Þau sem hvíla bílinn eru líklegri til að hreyfa sig meira og almenn hreyfing minnkar líkur á hjartasjúkdómum og sykursýki, styrkir ónæmiskerfið og fækkar veikindadögum.

Hjólreiðafólk fullyrðir að það sé hressara en ella ef það hjólar til og frá vinnu og eigi auðveldara með að einbeita sér. 

Það er streituvaldandi að sitja föst í umferðarteppu og leita að bílastæði á hverjum morgni. Þess má geta að meðalvegalengd á bíl til vinnu er um 5 km en það tekur aðeins 15 mínútur að hjóla sömu leið og kostar ekki krónu.

Það er því kjörið að taka strætó, hjóla eða ganga til og frá vinnu á bíllausa daginn og taka það svo til skoðunar að breyta ferðavenjum sínum til betri vegar. 

Rafskútuleigur eru með tilboð á bíllausa deginum hjá HOPP fellur startgjaldið niður og ZOLO eru fyrstu 20 mínúturnar ókeypis.

Samgönguvika: Takk fyrir að hjóla - frétt með tenglum.

Myndir frá Strætó