Friðarráðstefna Höfða friðarseturs 2024

Friðarráðstefna Höfða friðarseturs
Friðarráðstefna Höfða friðarseturs

Á friðarráðstefnunni í ár verður lögð áhersla á að skoða hvernig við getum stuðlað að opinskáu samtali um friðarferla og friðaruppbyggingu. Ráðstefnan fer fram þann 10. október í Iðnó.

Imagine Forum er árleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands í samstarfi við utanríkisráðuneytið.

Stigmögnun átaka og spenna í alþjóðakerfinu samhliða hnignun lýðræðislegra gilda, hefur grafið undan þeim alþjóðastofnunum og alþjóðalögum sem komið var á eftir hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar.

Hvernig getum við unnið friði í óstöðugum heimi?

Á þessum viðsjárverðu tímum er brýn þörf á að skoða núverandi friðarferla og friðarumleitanir á opinskáan og gagnrýninn hátt. Hvernig getum við unnið að friðsamlegum lausnum átaka þegar hriktir í stoðum þeirra grunngilda sem alþjóðakerfið byggir á? Eru þær aðferðir sem notast hefur verið við hingað til að virka eða þarf að hugsa friðarferla upp á nýtt?

Friðarráðstefnan í ár samanstendur af fjórum málstofum sem snúa með ólíkum hætti að mikilvægi þess að stuðla að samtali í þágu friðar. Lagt verður upp með að leiða saman alþjóðlega sérfræðinga, fræðafólk og opinbera embættismenn sem hafa starfað við friðarumleitanir.

Taktu þátt í umræðunni um mikilvægi þess að stuðla að samtali í þágu friðar!

Dagskrá og skráning: