Framsækið frístundastarf

Skóli og frístund

""

Auglýst er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs 2019 vegna framsækins frístundastarfs og samstarfsverkefna í Reykjavík.

Viltu vekja athygli á gróskumiklu frístundastarfi á vegum Reykjavíkurborgar? Veistu af metnaðarfullu þróunarverkefni, skemmtilegum tilraunum, áhugaverðum samstarfsverkefnum frístundastarfs við grunnskóla eða leikskóla? Viltu veita starfsfólki í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkur viðurkenningu og hvatningu?

Allir geta tilnefnt til verðlaunanna; foreldrar, ömmur og afar, starfsfólk SFS, aðrir borgarstarfsmenn, frístundamiðstöðvar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, skólahljómsveitir, grunnskólar, leikskólar, aðrar stofnanir og samtök. Við val á verðlaunahöfum verður haft til hliðsjónar að verkefnið sé öðrum til eftirbreytni og hvatning til góðra verka, svo og að fjölbreytt verkefni fái viðurkenningu. Þrjú verkefni sem skara fram úr verða verðlaunuð og fær starfsstaður viðurkenningarskjal og verðlaunagrip til eignar.

Frestur til að skila inn tilnefningum er til 5. apríl og skal senda þær á netfangið sfs@reykjavik.is.

Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs fyrir framsækið frístundastarf verða afhent á uppskeruhátíðinni Höfuð í bleyti sem haldin verður 16. maí 2019.

Sjá eyðublað fyrir tilnefningu. 

Auglýsing um tilnefningar til hvatningarverðlauna fyrir frístundastarf.