Framkvæmdum á Hlemmsvæði senn að ljúka

Framkvæmdir

Hlemmur Laugavegur

Framkvæmdum á Rauðarárstíg frá Bríetartúni að Hverfisgötu og á Laugavegi frá Hlemmi að Snorrabraut fer senn að ljúka en þetta er hluti af endurnýjun á Hlemmsvæðinu.

Framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Veitna við gatnagerð nýrra gatna og torgsvæðis við Hlemm hafa gengið vel undanfarið og nú hyllir undir lok þeirra.

Vinnu við fráveitu og lagningu vatnsveitulagna og hitaveitu lauk í sumar og síðustu mánuðir hafa farið í frágang yfirborðs á svæðinu, bæði á Rauðarárstíg og Laugavegi.

Það er ánægjulegt að upplýsa íbúa og aðra aðila í nærumhverfi að framkvæmdum verði lokið seint í september á Rauðarárstíg og í lok október á Laugavegi og mun þá svæðið komast í fulla notkun á ný í glæsilegu umhverfi.