Framkvæmdir við Vetrargarð hafnar

Framkvæmdir Hverfisskipulag

Vetrargarður

Framkvæmdir vegna Vetrargarðs í Breiðholti eru hafnar. Skíðalyftan á staðnum, hefur verið tekin niður tímabundið á meðan framkvæmdum stendur. Svæðið verður mótað upp á nýtt og skíðaleiðum fjölgað úr einni í þrjár. Búist er við að hægt verði að setja aftur upp skíðalyftu sumarið 2025 samhliða annarri uppbyggingu á svæðinu tengt garðinum.

Hjólagarður á sumrin

Vetrargarðurinn er hluti af hverfisskipulagi fyrir Neðra-Breiðholt, Seljahverfi og Efra-Breiðholt, sem tók formlega gildi vorið 2022.

Vetrargarðurinn verður framtíðar fjölskyldugarður fyrir vetraríþróttir í Reykjavík auk hjólagarðs á sumrin. Áhersla er áfram á þjónusta börn og fjölskyldur og að miða starfsemina við byrjendur. Stefnt er á að tryggja samfellda þjónustu og rekstur allan ársins hring.

Megináhersla garðsins er að stuðla að aukinni hreyfingu og útiveru meðal borgarbúa.

Megináhersla garðsins er að stuðla að aukinni hreyfingu og útiveru meðal borgarbúa. Auk aðgengis fyrir almenning er ætlunin að bjóða leik- og grunnskólabörnum á skíði  á skólatíma. Skíðafélögin hér á höfuðborgarsvæðinu ætla að nýta sér garðinn til æfinga fyrir yngstu kynslóðina.

Verið að flytja efni á svæðið

Svæðið afmarkast af fyrirhuguðum Arnarnesvegi í austri, íbúðarhverfi við Jakasel í suðri, Breiðholtsbraut í norðri og athafnasvæði við Jafnasel í vestri. Svæðið liggur í um 99 m hæð yfir sjávarmáli þar sem það er lægst en fer hæst í um 130 m hæð. Sem stendur er verið er að flytja efni á svæðið til að móta það upp á nýtt.

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa í sumar var samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Vetrargarðinn í Breiðholti, nánar tiltekið fyrir móttöku á jarðvegi og mótun skíðabrekkna og lands innan svæðisins. Gildistími framkvæmdaleyfisins er til 31. janúar 2025.