Framkvæmdir hafnar á Rauðarárstíg

Framkvæmdir

Lokun og hjáleið við Rauðarárstíg.

Framkvæmdir á endurgerð lagna og á yfirborði göturýmis frá Bríetartúni að Gasstöðinni á Hlemmi eru hafnar. 

Gatnamót við Bríetartún verða upphækkuð og akstursrými afmarkað með lágum tveggja og fjögurra sentímetra háum kantsteini. Gert er ráð fyrir hönnun götu í einum fleti og að akstursrýmið verði hellulagt. Rafhleðslustæði eru nyrst í götunni og sleppistæði fyrir leigubíla.

Lokað hefur verið fyrir Rauðarárstíg frá Bríetartúni við upphaf framkvæmda en áfram er opið frá Hverfisgötu. Tilkynnt verður síðar hvenær loka þarf þeim sunnanmegin. Verktakinn er Almaverk. Verklok eru áætluð vorið 2023 á öllum verkþáttum.