Forysta í skóla- og frístundastarfi á 21. öldinni – innleiðing menntastefnu

Skóli og frístund

""

Tveir heimsþekktir skólamenn; Pasi Sahlberg og Andy Hargreaves, halda fyrirlestur um menntamál mánudaginn 5. febrúar í Silfurbergi í Hörpu.  Fundurinn sem haldinn er undir yfirskriftinni Forysta í skóla- og frístundastarfi á 21. öldinni - innleiðing menntastefnu, hefst kl. 14.30. 

Útsending frá fundinum

Sahlberg mun á fundinum í Hörpu fjalla um hvernig menntastefna Reykjavíkur endurspeglar stefnur og strauma í menntamálum 21. aldarinnar og Andy Hargreaves mun fjalla um teymisvinnu og samvinnu fagfólks í menntamálum. Hægt er að skrá sig á viðburðinn - Skráning. 

Pasi Sahlberg og Andy Hargreaves verða hér á landi í næstu viku og veita samráðsvettvangi ráðgjöf á lokasprettinum í vinnu við mótun menntastefnu borgarinnar sem ná mun fram til ársins 2030.

Um fyrirlesarana
Pasi Sahlberg er finnskur prófessor með sérþekkingu í mótun menntastefnu. Bækur og greinar Sahlberg um menntakerfi hafa vakið mikla athygli og skapað honum alþjóðlega virðingu. Hann hefur starfað sem kennari, rannsakandi, ráðgjafi stjórnvalda í mótun menntastefnu og er eftirsóttur fyrirlesari um allan heim. Sahlberg hefur hlotið fjölda viðurkenninga.

Andy Hargreaves er doktor í félagsvísindum fæddur í Englandi. Hann er höfundur eða ritstjóri fjölda bóka og greina um menntamál, eftirsóttur fyrirlesari um allan heim og hefur veitt ráðgjöf við þróun menntakefa m.a. í Ontario.  Hargreaves hefur hlotið fjölda viðurkenninga. Árið 2015 var hann talinn í hópi 6 áhrifamestu fræðimanna í Bandaríkjunum.