Fjör á félagsmiðstöðvadaginn

Skóli og frístund

Félagsmiðstöðvadagurinn

Gestir streymdu í félagsmiðstöðvar borgarinnar á félagsmiðstöðvadaginn sem haldin var í gær, 16. október. Félagsmiðstöðvadagurinn er hluti af félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikunni sem SAMFÉS stendur fyrir dagana 14. til 18. október.

Víða voru auka mætingastig í boði fyrir ungmenni sem mættu með foreldra í sína félagsmiðstöð og kynntu fyrir þeim starfið. Dagskrá var með ýmsu sniði, bæði sérstakar uppákomur í tilefni dagsins og hefðbundið félagsmiðstöðvastarf. Sérstakur félagsmiðstöðvadagur hefur verið haldinn hátíðlegur á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2005. Slagorð vikunnar í ár er „Samvera er ein besta forvörnin“.

Yfirlit yfir félagsmiðstöðvar í Reykjavík er að finna á heimasíðu skóla- og frístundasviðs.

Félagsmiðstöðvadagurinn í Bústöðum