Félagsstarf velferðarsviðs í blóma

Velferð

""

Félagsstarf velferðarsviðs fyrir fullorðna stendur í miklum blóma í sumar en bæði ríki og borg styrktu það sérstaklega í kjölfar Covid 19

Mikið er lagt upp úr hreyfingu og líðan og er Kvíðameðferðarstöðin með fyrirlestra kvíða og kvíðastjórnun.  Leikfimi er á vegum Hæfi sjúkraþjálfun, dansleikfimi og hláturnámskeið.

Myndband af hláturnámskeiði

Leiklistarhópsins Strengur, sem nú sýna verkið Endalausa þræðir,  standa fyrir leiklistarnámskeiði á sex stöðum í borginni. Ingrid Kuhlman frá Þekkingarmiðlun er búin að vera með fyrirlestra á nokkrum félagsmiðstöðvum um jákvæða sálfræði og framhald verður á því í ágúst. Einnig er hægt að fá leiðsögn í tæknilæsi í félagsstarfi í hverfum.

 Allt þetta og meira til er í boði í sumar er fólk hvatt til að kíkja í heimsókn eða hringja í næstu félagsmiðstöð til að skoða það sem er í boði og taka þátt.