Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2015

Mannlíf Skipulagsmál

""

Árlega eru veittar viðurkenningar fyrir endurbætur á eldri húsum og fallegar stofnana-, fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir.  Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis-og skipulagsráðs afhentu fegrunarviðurkenningarnar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag.

 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis-og skipulagsráðs afhentu fegrunarviðurkenningarnar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 

Viðurkenningar árið 2015 hljóta fjórar lóðir, kaffihús við sumargötur og fjögur hús.

Þjónustu- og stofnanalóðir:

• Suðurlandsbraut 58-64 og 66 - Mörkin þjónustuíbúðir og hjúkrunarheimili

• Engjateigur 11

Fjölbýlishúsalóðir:

• Maríubakki 2-16

• Hæðargarður 31-35

Sumargötur:

• Skólavörðustígur 3A, Mokka kaffi

Hús:

• Grettisgata 35B

• Hringbraut 109-115, Framnesvegur 55-57

• Láland 22

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur veitir viðurkenningarnar eftir tilnefningar frá vinnuhópum sem í sátu:

Vegna viðurkenningar fyrir lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana

Björn Ingi Edvardsson, landslagsarkitekt og Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri á Umhverfis- og skipulagssviði.

Vegna viðurkenningar fyrir endurbætur á eldri húsum

Drífa Kristín Þrastardóttir, safnvörður, Borgarsögusafni Reykjavíkur og

Margrét Þormar, arkitekt hjá skipulagsfulltrúa.